VÍS í söluferli
23.01 2013Klakki ehf., eigandi Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), hefur hafið undirbúning að sölu á VÍS og er stefnt að því að nýir eigendur geti komið að félaginu nú á vormánuðum. Bæði er til skoðunar að selja félagið í heilu lagi eða skrá það í kauphöll og selja í dreifða eigu fjárfesta, þannig að endanlegt fyrirkomulag söluferlis liggur ekki fyrir. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu og undirbúningi að mögulegri kauphallarskráningu. Verði hlutabréf félagsins tekin til viðskipta í kauphöll, þá verður almenningi og stærri fjárfestum boðið að kaupa hlut í félaginu í aðdraganda þess.
VÍS er sterkt og öflugt félag og áhugaverður fjárfestingakostur, enda um að ræða stærsta vátryggingafélag landsins með ríflega þriðjungs markaðshlutdeild. Fyrirtækið stundar almenna vátryggingastarfsemi og býður alhliða tryggingalausnir fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir, en hluti af þjónustuframboðinu er í höndum Lífís sem er dótturfélag VÍS.
Klakki er eignarhaldsfélag sem er að mestu í eigu fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Klakki stýrir eignasafni sínu með virkum hætti og hefur að markmiði að efla starfsemi dótturfélaga sinna í þeim tilgangi að hámarka virði þeirra í þágu hluthafa sinna.
Frekari upplýsingar veita:
Magnús Scheving Thorsteinsson hjá Klakka, sími 774-7678, email mst@klakki.is
Þórbergur Guðjónsson hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sími 856-6823, email thorbergur.gudjonsson@arionbanki.is
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli