Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
02.04 2013Í tilkynningu stjórnar Skipta hf. til kauphallar þann 24. janúar 2013 kom fram að stjórnin hefði ákveðið að hefja fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Enn fremur kom fram að leitað yrði samstarfs við lánardrottna um það verkefni og að vonir stæðu til þess að tillögur lægju fyrir á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þessa árs.
Að höfðu samráði við helstu kröfuhafa félagsins, liggur nú fyrir tillaga Skipta um endurskipulagningu skulda félagsins og vonast félagið til þess að allir kröfuhafar vaxtaberandi skulda þess, sem falla undir fjárhagslega endurskipulagningu, samþykki tillöguna. Þá hefur Klakki ehf., beint eða óbeint eini hluthafi Skipta, veitt samþykki sitt fyrir endurskipulagningunni. Endurskipulagning Skipta hefur ekki áhrif á almenna viðskiptamenn og birgja Skipta heldur eingöngu Arion banka sem lánveitanda félagsins og eigendur skuldabréfa sem skráð eru í kauphöll undir heiti SIMI 06 01.
Meginatriði endurskipulagningartillögunnar eru svohljóðandi:
- Í fyrsta lagi, endurgreiðir Skipti hverjum og einum kröfuhafa (miðað við skráða kröfuhafa kl. 16:30 þann 27.mars 2013) kr. 2.000.000 í reiðufé og kemur greiðslan til lækkunar höfuðstóls viðkomandi kröfu
- Í öðru lagi að öllum kröfum samkvæmt skuldabréfunum verður breytt eða skipt fyrir hlutafé í Skiptum.
- Í þriðja lagi að öllum kröfum Arion banka hf. sem ekki eru hluti af núverandi forgangsláni félagsins, verði breytt eða skipt fyrir hlutafé í Skiptum.
- Í fjórða lagi felur tillagan í sér að forgangslán félagsins verði endurfjármagnað að fullu með annars vegar láni frá Arion banka hf. að fjárhæð um kr. 19 milljarðar og hins vegar
með útgáfu skuldabréfaflokks að fjárhæð um kr. 8 milljarðar, eða annarri fjármögnun. Er gert ráð fyrir að framangreindar lánveitingar verði tryggðar með fyrsta veðrétti í helstu eignum Skipta hf. og dótturfélögum þess.
Til þess að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta verði lokið á þessum forsendum þurfa allir eigendur skuldabréfaflokksins að gerast aðilar að samningi um endurskipulagninguna.
Verði þetta skilyrði ekki uppfyllt fyrir þann 30. apríl 2013, eða fyrir þann tíma sem félaginu er heimilt að framlengja lokafrestinn, en félaginu er heimilt að beita frestun tvisvar sinnum í 15 daga í senn, má búast við því að stjórn félagsins muni óska eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita fomlegra nauðasamninga við kröfuhafa sína.
Að því gefnu að skilyrðið verði uppfyllt er gert ráð fyrir að eigi síðar en þann 30. júní 2013 muni tillagan koma til framkvæmda. Þá kann endurfjármögnun forgangslánsins að eiga sér stað á sama tíma en gæti einnig gerst síðar og í síðasta lagi á lokagjalddaga þess í lok árs 2013.
Arctica Finance hf., ráðgjafar félagsins, hafa metið endurheimtur óveðtryggðra kröfuhafa sem 72,3% af uppreiknuðum höfuðstól krafna. Peningagreiðslan eykur þar að auki endurheimtur kröfuhafa allt upp í 78,7% fyrir þá kröfuhafa sem eiga eina einingu í skuldabréfaflokknum SIMI 06 01. Upphafleg fjárhæð skuldabréfaflokksins var kr. 14 milljarðar en er verðbættur höfuðstóll í dag um kr. 23 milljarðar. Hafa eigendur skuldabréfaflokksins fengið kr. 8,4 milljarða greidda í vexti á tímabilinu. Virði þess hlutafjár sem óveðtryggðir skuldabréfaeigendur fá nú í sinn hlut er kr. 16,6 milljarðar að mati Arctica Finance.
Þá ber að geta þess að í tillögunni felst að nýir hluthafar geri ráð fyrir að skrá hlutabréf félagsins í kauphöll svo fljótt sem auðið er, en búist er við að það geti fyrst orðið á árinu 2014.
Á næstu tveimur vikum mun félagið kynna tillöguna fyrir kröfuhöfum. Félagið mun setja sig í samband við kröfuhafa þess í þeim tilgangi að skipuleggja fundi þar sem farið verður nákvæmlega yfir framangreindar tillögur.
Aðrar upplýsingar:
Skipti hafa á síðustu tveimur árum unnið á grundvelli þriggja ára áætlunar sem miðar að því að bæta rekstur félagsins og þar með auka virði þess. Sú áætlun hefur gengið eftir og afkoma félagsins hefur batnað verulega. Eins og þegar hefur verið greint frá verður rekstrarhagnaður Skipta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) samkvæmt bráðbirgðauppgjöri fyrir árið 2012 um 8 milljarðar króna, án einskiptisliða, samanborið við 6,3 milljarða króna árið 2011 og 5,4 milljarða króna árið 2010. Stjórnendaspá Skipta fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir um 30 milljarða króna tekjum, um 9 milljarða króna EBITDA hagnaði og um 3,5 milljarða króna fjárfestingum á árinu
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli