Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
20.06 2013Í dag tilkynnir dótturfélag Klakka, Skipti hf., um lok fjárhagslegrar endurskipulagningar. Þar með lýkur ferli sem hófst í janúar 2013 og felur í sér umbreytingu óveðtryggðra skulda Skipta í hlutafé og endurfjármögnun veðtryggðra lána félagsins.
Skipti hf. („Skipti“) er dótturfélag Klakka ehf. („Klakka“), en Skipti er móðurfélag Símans, Mílu og fleiri félaga. Undanfarin ár hefur Skipti glímt við háar skuldir og erfitt rekstrarumhverfi í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
Stjórnendur Skipta hafa með stuðningi Klakka leitast við að ná fram umtalsverðum rekstrarbata undanfarin ár. Aðgerðir sem gripið var til í því skyni að bæta arðsemi hafa leitt til þess að 12 mánaða EBITDA (utan einskiptisliða), sem nam 5.4 milljörðum króna árið 2010, er áætluð 9 milljarðar á yfirstandandi ári. Er því rekstrarafkoma kjarnastarfsemi orðin sambærileg við það sem gerist hjá norrænum fjarskiptafyrirtækjum. Þá náði Skipti samkomulagi við samkeppnisyfirvöld snemma á árinu 2013 sem dró umtalsvert úr óvissu tengdri rekstrinum.
Framangreindur árangur gerði Skiptum kleift að leita eftir samningum við lánardrottna sína í þeim tilgangi að koma skuldastöðu félagsins í sjálfbært horf. Í apríl 2013 samþykktu lánardrottnar einróma skilmála endurskipulagningarinnar og endurfjármögnun Skipta og dótturfélaga. Meginskilmálar endurskipulagningarinnar kveða á um að núverandi hlutafé verði framselt eigendum óveðtryggðra krafna gegn umbreytingu krafnanna í hlutafé, auk þess sem veðtryggð lán félagsins verða endurfjármögnuð.
Efndadagur samkomulagsins er í dag, 20. júní 2013. Í samræmi við skilmála endurskipulagningarinnar hefur Klakki í dag framselt alla hluti sína í Skiptum til óveðtryggðra kröfuhafa og er Klakki því ekki lengur hluthafi í Skiptum. Að sögn forstjóra Klakka, Magnúsar Scheving Thorsteinsson, eru lok endurskipulagningarferilsins fagnaðarefni fyrir Skipti og Klakka, stjórnendur Skipta eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til árangursríks endurskipulagningarferlis og óskar Klakki félaginu alls hins besta.
Frekari upplýsingar veitir:
Magnús Scheving Thorsteinsson - sími 774-7678 - mst@klakki.is
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli