Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
27.03 2013Klakki ehf. hyggst selja 60-70% hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands hf. með almennu útboði sem Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með. Stærð útboðsins nemur 60% af útgefnum hlutum, en mögulegt er að það verði stækkað í allt að 70%. Útboðið hefst föstudaginn 12. apríl og lýkur klukkan 16.00 þriðjudaginn 16. apríl næstkomandi. Stjórn VÍS hefur óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðallista Kauphallar Íslands í kjölfar útboðsins.
Stefnt er að því að útboðið marki grunninn að dreifðu eignarhaldi á VÍS og er þá bæði horft til þess að almenningur og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu og geri félaginu kleift að uppfylla lágmarksskilyrði um dreifingu hlutafjár sem gerð eru til félaga sem fá hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands. Klakki hyggst ekki selja einstökum fjárfesti virkan eignarhlut í félaginu, en kaup á 10% hlut eða stærri í tryggingafélagi eru háð því að samþykki Fjármálaeftirlitsins liggi fyrir.
Fjárfestum eru boðnar þrjár áskriftarleiðir, eða svokallaðar tilboðsbækur. Seljandi óskar eftir áskriftum á verðbilinu 6,75–7,95 krónur á hlut í tilboðsbækur A og B, sem samsvarar því að heildarandvirði hlutafjár í VÍS sé 16,9–19,9 milljarðar króna. Í tilboðsbók A eru 10% hlutabréfa í VÍS boðin fjárfestum sem vilja kaupa hlut að andvirði á bilinu frá 100 þúsund krónur til 50 milljónir, en í tilboðsbók B eru boðin 30,1% til fjárfesta sem skrá sig fyrir kaupum yfir 50 m.kr. Þessir hlutir verða allir seldir á sama endanlega útboðsgengi sem seljandi ákveður í lok áskriftartímabilsins, en það verður á framangreindu verðbili. Ákvörðun á verði þeirra hluta sem seldir verða í tilboðsbók C verður ekki með sama hætti, þar sem seljandi býður fjóra 2,475% eignarhluti, samtals 9,9%, og er lágmarksverð þeirra 6,75 krónur á hlut, en öllum hlutum sem seldir verða í tilboðsbók C verður úthlutað á því gengi sem viðkomandi fjárfestir býður. Auk þessarar grunnskiptingar, mun seljandi ráðstafa 10-20% í eina eða fleiri af tilboðsbókunum eftir því sem verð og magn eftirspurnar gefur tilefni til að hans mati.
VÍS er öflugt félag sem á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og langa og farsæla rekstrarsögu, enda um að ræða stærsta vátryggingafélag landsins með ríflega þriðjungs markaðshlutdeild.
Áhugasamir fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um félagið og skilmála almenna útboðsins sem er að finna í lýsingu VÍS, sem félagið birti í dag, 27. mars. Lýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.vis.is/fjarfestar. Hana má einnig nálgast á vefsíðu umsjónaraðila, www.arionbanki.is, auk þess sem innbundin eintök verða fáanleg frá 3. apríl næstkomandi.
Frekari upplýsingar veita:
Magnús Scheving Thorsteinsson Forstjóri Klakka - sími 774-7678 - mst@klakki.is
Þórbergur Guðjónsson hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka - sími 856-6823 - thorbergur.gudjonsson@arionbanki.is
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli