VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
13.03 2013Góð afkoma af rekstri VÍS árið 2012
Helstu niðurstöður:
- Hagnaður félagsins var 3.025 m.kr samanborið við 408 m.kr. hagnað árið 2011
- Iðgjöld ársins námu 16.460 m.kr. og hækka um 5,8% frá árinu 2011
- Fjármunatekjur námu 3.936 m.kr og hækka um 95,9% frá árinu 2011
- Samsett hlutfall var 98,5% en var 106,1% árið 2011
- Eigið fé félagsins nam 14.470 m.kr í árslok samanborið við 11.584 m.kr í árslok 2011
- Heildareignir í árslok námu 43.452 m.kr. samanborið við 38.190 í árslok 2011Eiginfjárhlutfall var 33,3% í árslok samanborið við 30,3% í árslok 2011
- Arðsemi eigin fjár var 23,2% samanborið við 3,6% árið 2011
- Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 4,9 í árslok samanborið við 3,8 í árslok 2011
- Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar var í árslok 3,8
- Handbært fé frá rekstri nam 3.522 m.kr. samanborið við 2.702 m.kr. árið 2011
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri
„Prýðilegt ár er að baki, reksturinn gekk vel á árinu og efnahagur félagsins er mjög traustur. Til marks um það var eigið fé félagsins í árslok 14,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall var 33,3%. Gjaldþol móðurfélagsins var 14,8 milljarðar króna og gjaldþolshlutfall 4,9 sem er vel umfram markmið félagsins um að vera yfir 4,0. Í lok árs nam vátryggingaskuld samstæðunnar 26,2 milljörðum króna, en eignir til jöfnunar vátryggingaskuldar voru 38,5 milljarðar króna, eða 12,3 milljörðum króna hærri sem endurspeglar fjárhagslegan styrk VÍS."
Traust staða á markaðnum
Rekstur VÍS byggir á tveimur grunnstoðum, vátryggingastarfsemi og fjárfestingum. VÍS er stærsta vátryggingafélag landsins með um 36% markaðshlutdeild og öflugt þjónustunet með 41 þjónustuskrifstofu víðsvegar um land. Viðskiptavinir félagsins eru um 82 þúsund talsins um allt land þar sem enginn einn viðskiptavinur stendur á bak við meira en 1% af iðgjöldum félagsins árið 2012 og eru iðgjöldin vel dreifð á milli vátryggingagreina.
Starfsmenn félagsins afgreiða að jafnaði um 2.500 bótaskyld tjón í hverjum mánuði eða hátt í 30 þúsund tjón á ári. Undanfarin ár hefur tjónahlutfallið verið of hátt, en á árinu 2012 náðist það langtímamarkmið að ná hlutfallinu undir 75% en það var 73,6% samanborið við 82,1% árið 2011. Það er því ánægjulegt að sjá árangur af þeirri miklu vinnu sem farið hefur fram innan VÍS við styrkingu áhættumats og verðlagningar fyrir hinar ýmsu vátryggingar sem og því öfluga forvarnarstarfi sem VÍS hefur unnið að.
Annað langtímamarkmið náðist einnig á árinu, að ná samsettu hlutfalli félagsins undir 100%. Í ár var það 98,5% samanborið við 106,1% árið áður. Ekki er hægt að treysta á að afkoma af fjárfestingastarfsemi bæti upp halla af vátryggingastarfseminni eins og ásættanlegt þótti hér á árum áður. Starfsmenn félagsins munu leggja áherslu á að halda þessum góða árangri.
Fjárfestingastarfsemin
Hin megin stoðin í rekstri VÍS, fjárfestingastarfsemin, gekk einnig vel á árinu. Lögð hefur verið áhersla á að auka vægi skráðra eigna í eignasafninu m.a. til þess að auka öryggi í fjárfestingum. Markaðsaðstæður voru félaginu hagstæðar á árinu en það er hins vegar áhyggjuefni að hér verði óeðlilegar verðhækkanir fjárfestinga sem byggja ekki á verðmætaaukningu heldur misvægi í framboði og eftirspurn.
Í mars 2012 var skrifað undir samning við móðurfélag VÍS, Klakka ehf., um kaup VÍS á Líftryggingafélagi Íslands hf. (Lífís), sem var áður systurfélag VÍS og varð félagið því hluti af samstæðu VÍS frá og með 1. apríl 2012. Með Lífís fylgir um það bil 25% markaðshlutdeild á íslenska líftryggingamarkaðnum og hefur rekstur Lífís verið arðsamur undanfarin ár. Þá var tekin ákvörðun um að selja dótturfélag VÍS, Öryggismiðstöð Íslands, í desember og bókfærði félagið 242 milljóna króna hagnað vegna hennar.
Stefnan mörkuð á árinu 2012
Umfangsmikil stefnumótun fór fram hjá félaginu á árinu. Allir starfsmenn komu að þeirri vinnu, auk þess sem viðskiptavinir og samstarfsaðilar tóku þátt. Stefnumótunin, sem nær til ársins 2017, er í senn metnaðarfull, markviss og raunhæf. Með henni sköpum við okkur framtíð á grunni trausts og öflugs fyrirtækis með skýrt hlutverk. Sem lið í nýrri stefnumörkun tók félagið nýtt merki VÍS í notkun á árinu.
Skráning í Kauphöll Íslands og sala hlutafjár
Stjórn VÍS hefur óskað eftir því við Kauphöll Íslands að hlutabréf í VÍS verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Í aðdraganda þess áformar Klakki ehf., eigandi VÍS, að bjóða almenningi og fagfjárfestum að kaupa meirihluta hlutafjár í VÍS í útboði sem Fjárfestingabankasvið Arion banka hefur umsjón með og er fyrirhugað nú í apríl.
Með því að fá hlutabréf VÍS tekin til viðskipta í Kauphöllinni er stuðlað að auknum seljanleika og virkari verðmyndun með hlutabréf útgefin af félaginu, dreifðu eignarhaldi og að upplýsingar um félagið verði aðgengilegar fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og allan almenning.
VÍS uppfyllir skilyrði laga um kynjahlutföll í stjórn og varastjórn
Stjórn VÍS skipa Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður, Magnús Scheving Thorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ingi Rafn Jónsson. Stjórn og varastjórn félagsins uppfyllir ákvæði laga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga sem taka eiga gildi 1. september 2013.
Nánari upplýsingar
Þeir sem vilja kynna sér ársreikning félagsins er bent á að hægt er að nálgast hann á heimasíðu félagsins, www.vis.is.
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli