BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
25.01 2016Gengið hefur verið frá sölu á um 46% hlut BG12 slhf. í breska félaginu Bakkavor Group Ltd. Kaupandi er félag í eigu bandarískra fjárfestingasjóða í stýringu hjá The Baupost Group L.L.C. og bræðranna Ágústs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar Group, og Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar Group, en bræðurnir áttu fyrir um 38% í Bakkavor Group. Söluverð hlutar BG12 er rúmir 147 milljónir punda. Miðað við það er heildarverðmæti hlutafjár Bakkavarar Group um 320 milljónir punda.
Stærstu eigendur BG12 eru Arion banki, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður ásamt fleiri lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Sameinaði lífeyrissjóðurinn og dótturfélag Klakka selja jafnframt sinn 5% hlut í Bakkavor Group og kaupendur skuldbinda sig til að leggja fram kauptilboð í alla aðra útistandandi hluti í félaginu, rétt um 11%, á sömu kjörum.
Salan kemur í kjölfar söluferlis Bakkavor Group Ltd. sem var í umsjón breska bankans Barclays.
Eldri tilkynningar
- 10.03 2025 Leiðbeiningar vegna skattframtals
- 24.06 2023 Aðalfundur Klakka ehf.
- 21.06 2022 Aðalfundur Klakka ehf
- 08.06 2021 Aðalfundur Klakka ehf.
- 08.06 2020 Aðalfundur Klakka ehf.
- 07.01 2020 Klakki lýkur við söluna á Lykli
- 10.10 2019 Klakki undirritar samning um sölu á Lykli fjármögnun hf
- 23.08 2019 Aðalfundur Klakka ehf.
- 19.04 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 18.02 2019 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 12.11 2018 Forstjóri Klakka lætur af störfum
- 05.11 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.08 2018 Aðalfundur Klakka ehf.
- 05.03 2018 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 14.12 2017 Tilkynning frá stjórn Klakka ehf.
- 04.12 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 09.06 2017 Aðalfundur Klakka ehf.
- 31.05 2017 Kostagreining á eignarhlut Klakka í Lýsingu
- 07.03 2017 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 06.02 2017 Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017
- 13.12 2016 Klakki selur hlut sinn í Kviku
- 18.08 2016 Aðalfundur Klakka ehf.
- 01.03 2016 Leiðbeiningar vegna skattframtala
- 01.02 2016 Hluthafafundur Klakka ehf.
- 25.01 2016 BG12 og Klakki selja eignarhlut sinn í Bakkavör
- 18.08 2015 Aðalfundur Klakka ehf.
- 22.10 2014 Klakki ehf selur 14,96% í VÍS
- 13.10 2014 Klakki ehf selur 7,99% í VÍS
- 12.08 2014 Aðalfundur Klakka ehf.
- 02.06 2014 Klakki ehf selur 8% í VÍS
- 12.08 2013 Aðalfundur Klakka ehf.
- 20.06 2013 Fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta lokið
- 30.04 2013 Skipti: Kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf
- 17.04 2013 Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði VÍS
- 02.04 2013 Skipti: Tillögur að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu
- 27.03 2013 Hlutafé VÍS verðlagt á 17-20 ma.kr. í almennu útboði sem hefst 12. apríl
- 13.03 2013 Klakki býður meirihluta hlutafjár VÍS til sölu
- 13.03 2013 VÍS: Fréttatilkynning VÍS um afkomu ársins 2012
- 24.01 2013 Skipti: Fjárhagsleg endurskipulagning Skipta hf.
- 23.01 2013 VÍS í söluferli